Til að fólk geti búið sem lengst heima þá þarf að auka þjónustu við þá sem á þurfa að halda. Í dag einskorðast heimaþjónusta við þrif og heimsendingu matar. Hjúkrunarþjónustu þarf að auka og um leið samstarf þeirra sem sjá um þjónustu við eldri borgara á svæðinu.