Málsnúmer 1804011

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 15. fundur - 05.04.2018

Tjónvaldur vegna mengunarslysa skal greiða kostnað sem hlýst af slíkri mengun í höfnum og hafnarsvæðum.
Nauðsynlegt er að í gjaldskrá hafnarinnar séu ákvæði um innheimtu gjalds vegna slíkra atburða.
Lagt er til að ákvæði verði sett inn í gjaldskrá hafnarinnar um það að heimilt sé að rukka fyrir mengunarvarnarbúnað sem þarf að nota við slíkar aðgerðir og að notuð verði gjaldskrá yfir útselda vinnu hafnarinnar hvað varðar vinnu starfsmanna hennar. Gjaldskrár annarra um útselda vinnu gilda fyrir vinnu þeirra. Hér er átt við vinnu slökkviliðs eða annarra björgunaraðila sem að málum koma.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að fela hafnarstjóra að setja inn ákvæði þessa efnis í gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar.