Málsnúmer 1810017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 520. fundur - 24.10.2018

Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 28 hefur verið sagt upp. Við skil íbúðarinnar verður unnið að viðhaldsviðgerðum áður en henni verður úthlutað að nýju. Gert er ráð fyrir að íbúðinni verði úthlutað frá 1. desember 2018.

Bæjarráð felur skrifstofustjóra að auglýsa íbúðina lausa til umsóknar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 523. fundur - 21.11.2018

Lagt fram mat á umsóknum sem bárust um íbúð að Hrannarstíg 28.
Þar sem mjótt er á milli umsækjenda, skv. matsviðmiðum bæjarins, óskar bæjarráð eftir því að Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga verði falið að leggja mat á aðstæður umsækjenda.