Málsnúmer 1903032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 526. fundur - 27.03.2019

Fyrir liggur tillaga frá SSV um kostnaðarskiptingu vegna ráðningar í tímabundið starf verkefnisstjóra Almannavarnanefndar Vesturlands, frá 1. júní 2019 til 31. maí 2020.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) ráða verkefnisstjóra til starfa. Sveitarfélögin á Vesturlandi greiða hluta kostnaðar, eða samtals kr. 3.500.000. Sveitarfélögin skipta launakostnaði á milli sín þannig:
Hvert sveitarfélag greiðir kr. 150.000 í fasta greiðslu, en kostnaði að upphæð kr. 2.000.000 verður skipt á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi eftir íbúafjölda þeirra þann 1. janúar 2019.

Samþykkt samhljóða.