Málsnúmer 1908010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 535. fundur - 26.08.2019

Fulltrúar úr stjórn UMFG voru boðnir velkomnir á fundinn.

Bæjarráð bauð stjórn til samtals til að leiða fram þarfir, óskir og áherslur sem byggt verði á við áætlanagerð næstu ára, einkum varðandi mannvirki og aðstöðu, en einnig annað samstarf. Umræðan er m.a. hluti af stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar sem hafin er og er hér um að ræða upphaf slíks samtals.

Rætt var opið um aðstöðu og þarfir, verkefni ungmennafélags og bæjar.
Ákveðið að fulltrúar UMFG taki þátt í frekara samtali um þetta með fulltrúum bæjarins og fleiri hagsmunaaðilum. Óskað er eftir að UMFG tilnefni 2 fulltrúa til viðræðna um málefnið, sem verði hluti af stefnumótunarvinnu bæjarins, sem nú er verið að skipuleggja.

Fulltrúum UMFG var þakkað fyrir komuna og samtalið.

Gestir

  • Ragnar Smári Guðmundsson úr stjórn UMFG
  • Tómas Freyr Kristjánsson úr stjórn UMFG
  • Halldóra Hjörleifsdóttur úr stjórn UMFG
  • Sigríður G. Arnardóttir formaður UMFG