Málsnúmer 2001005

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 25. fundur - 08.01.2020

Menningarnefnd gekkst í annað sinn fyrir viðurkenningu fyrir "Jólahús Grundarfjarðar". Þá er valið fallega skreytt hús í bænum og eigendum þess veittur þakklætisvottur. "Ekki er leitað eftir veglegustu eða mest skreyttu húsunum heldur þeim sem vekja hlýju í hjarta og hug", eins og sagði í auglýsingu nefndarinnar í desember sl.

Í desember 2018 voru valin tvö hús, en um nýliðin jól varð eitt hús fyrir valinu. María Ósk Ólafsdóttir og Hlynur Sigurðsson, fengu viðurkenningu fyrir hús sitt að Hrannarstíg 14.

Í dómnefnd voru fulltrúar menningarnefndar, Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson.