Málsnúmer 2004032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 544. fundur - 30.04.2020

Lagt fram erindi Fastafls ehf. sem óskar eftir 50% afslætti af gatnagerðargjöldum á báðum lóðum sem fyrirtækið hefur fengið úthlutað, að Ölkelduvegi 29 og 31.

Með tilliti til þess efnahagslega ástands sem rekja má til Covid-19, þá telur bæjarráð mikilvægt að ýta sem hægt er undir húsbyggingar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á skilmálum/vinnureglum um úthlutun lóða með tímabundnum afslætti gatnagerðargjalda, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í febrúar sl., þess efnis að aðilum, sem hyggjast byggja og selja íbúðarhúsnæði á almennum markaði, sé gert kleyft að sækja um fleiri en eina lóð með 50% afslætti.

Samþykkt samhljóða.