Málsnúmer 2009001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 553. fundur - 02.09.2020

Lagt fram sex mánaða uppgjör A og B hluta bæjarsjóðs, janúar-júní 2020, þar sem fram kemur að rekstrarniðurstaða er 2,5 millj. kr. lakari en árshlutaáætlun gerði ráð fyrir.

Útsvarstekjur bæjarsjóðs voru 2,3% hærri fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil á árinu 2019, sem er um 10,9 millj. kr. lægra en áætlun gerði ráð fyrir.

Ef áform Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ganga eftir, þá lækka jöfnunarsjóðstekjur Grundarfjarðarbæjar úr 223,2 millj. kr. í 201,6 millj. kr., eða um 21,6 millj. kr. samtals á árinu.

Bæjarráð lýsir yfir verulegum vonbrigðum með þessa ákvörðun Jöfnunarsjóðsins.