Málsnúmer 2011007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 559. fundur - 05.11.2020

Lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Kristjánssyni þar sem hann reifar hugmynd um störf án staðsetningar og að hafa til taks hentugt húsnæði í því skyni. Hann býður fram til kaups eða leigu fasteignina að Hrannarstíg 5.

Bæjarráð þakkar Gunnari fyrir erindið og fyrir að vekja athygli á störfum án staðsetningar. Á vettvangi bæjarstjórnar er í vinnslu hugmynd að húsnæði undir störf án staðsetningar og getur bærinn að svo stöddu ekki ráðist í frekari skuldbindingar.

Samþykkt samhljóða.