Málsnúmer 2102025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 564. fundur - 22.02.2021

Lagt fram bréf Hildar Sæmundsdóttur dags. 9. febrúar sl. fyrir hönd stjórnar Fellaskjóls um heimsendingar á mat á komandi sumri og um framkvæmdaþarfir heimilisins.

Í erindinu kom m.a. fram að Fellaskjól hefur ekki tök á því að sjá um heimsendingu matarskammta fyrir eldri borgara meðan starfsfólk heimilisins er í sumarfríi, eða frá 15. maí og út sumarleyfistímann. Lagt til að heimsending á mat verði á höndum bæjarins þetta tímabil.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt eru nefndar í bréfinu helstu framkvæmdaþarfir heimilisins, óskað er eftir upplýsingum um lóðamörk og aðstoð bæjarins við umhirðu lóðar.

Fram kom hjá bæjarstjóra að hún hefði óskað eftir því við skipulags- og byggingafulltrúa að hann tæki til afgreiðslu beiðni Fellaskjóls í þessu erindi um uppmælingu og afmörkun lóðar.

Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Fellaskjóls í marsmánuði nk. til umræðu um málefni heimilisins. Óskað er eftir að þá liggi fyrir gögn um mörk lóðar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 567. fundur - 29.04.2021

Hildur Sæmundsdóttir, fulltrúi Fellaskjóls sat fundinn undir þessum lið.

Farið var yfir þær framkvæmdir sem Fellaskjól óskar eftir að Grundarfjarðarbær láti vinna, sem er að útbúa aðkomuveg við neyðarútgang vestanmegin við nýja húsið, vinna við gróðurumhirðu og garðslátt.

Að beiðni bæjarstjóra hefur skipulags- og byggingarfulltrúi áætlað kostnað við aðkomu að húsinu að vestanverðu. Til framtíðar mun þurfa að jarðvegsskipta á svæðinu, gera burðarhæfan akveg að húsinu og malbika.

Bærinn mun aðstoða Fellaskjól með garðslátt í sumar.

Gestir

  • Hildur Sæmundsdóttir formaður stjórnar Fellaskjóls