Málsnúmer 2103035

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 156. fundur - 19.04.2021

Íslensku menntaverðlaunin er viðurkenning fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum:

1. Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur
2. Framúrskarandi kennari
3. Framúrskarandi þróunarverkefni

Að auki er veitt hvatning til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr.
Tilnefningar skulu hafa borist fyrir 1. júní ár hvert.

Skólanefnd óskar eftir því að erindið verði sent skólastjórum til skoðunar með það í huga að tilnefningu verði skilað í ár.
Jafnframt hvetur nefndin skólana til að hugsa um þróunarverkefni komandi skólaárs með þetta í huga.