Málsnúmer 2104030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 567. fundur - 29.04.2021

Lagður fram til kynningar samningur Slökkviliðs Grundarfjarðar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um aðstoð vegna mengunaróhappa.

Bæjarstjóri sagði frá því að slökkviliðsstjóri hafi lokið við endurskoðun brunavarnaráætlunar, sem gildir til fimm ára, og drög væru til yfirlestrar hjá henni. Áætlunin verður kynnt í bæjarráði og síðan send Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til staðfestingar.

Eldri brunavarnaáætlun var unnin 2015.

Hafnarstjórn - 16. fundur - 05.10.2021

Lagður fram samningur Slökkviliðs Grundarfjarðar við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um aðstoð vegna mengunaróhappa í lögsögu hafnarinnar.

Hafnarstjórn fagnar samningnum.