Málsnúmer 2105027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 228. fundur - 26.05.2021

Lóðarhafi að Ártúni 2 óskar eftir byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra útlitsbreytinga á húsinu sem nánar eru skilgreindar á teikningu.
Í greinargerð fyrir samþykkt deiliskipulag iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár er meðal annars kveðið á um samræmt útlit bygginga, sbr. gr. 3.7 um húsagerð og litaval. Hafa skal það til hliðsjónar við val á utanhússklæðningu.

Þar sem um er að ræða umtalsverðar útlitsbreytingar á gluggum og innkeyrsluhurðum er rétt að vísa málinu í grenndarkynningu.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar til nærliggjandi lóðarhafa eða þeirra sem gætu átt hagsmuna að gæta sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eigendur að Ártúni 1, Ártúni 3 og Ártúni 4.

Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði auk þess fram nýtt lóðarblað að umræddri lóð.

Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi sbr. 2.4.4 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum.