Málsnúmer 2105028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 228. fundur - 26.05.2021

Lóðarhafi að Borgarbraut 9 leggur fram nýja reyndarteikningu vegna bílskúrs.
Sótt er um breytta notkun þar sem bílskúrinn sem upphaflega var sótt um er nú nýttur sem geymsla og þvottahús fyrir gistiheimili.
Á reyndarteikningum kemur fram að bílskúr/geymslu hefur verið breytt í geymslu/þvottahús. Fram hefur komið að rýmið hafi verið nýtt sem þvottahús til að þjónusta gistiheimili í eigu umsækjanda.

Í þessu ljósi telur nefndin skylt að grenndarkynna starfsemina og breytt not húss fyrir íbúum nærliggjandi húsa, þ.e. að Borgarbraut 7, Borgarbraut 10, Hlíðarvegi 8, Hlíðarvegi 10, Hlíðarvegi 15 og Hlíðarvegi 17.

Byggingar- og skipulagsfulltrúa er falið að ganga úr skugga um að breytingin sé í samræmi við kröfur sem settar eru um hljóð, lykt, umferð o.fl. í þegar byggðum íbúðarhverfum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 230. fundur - 12.10.2021

Lögð fram til afgreiðslu umsókn lóðarhafa að Borgarbraut 9 frá því í maí sl., ásamt reyndarteikningum sem sýna breytta notkun bílskúrs/geymslu í geymslu og þvottahús, ásamt niðurstöðum úr grenndarkynningu.

Málið var tekið fyrir á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. maí sl. Nefndin fól þá skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna starfsemina og fyrirhugaða breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús fyrir íbúum sex nærliggjandi húsa. Auk þess var byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ganga úr skugga um að breytingin væri í samræmi við kröfur um hljóðvist, lykt, umferð o.fl. í þegar byggðum íbúðarhverfum, sbr. skipulag svæðisins.
Grenndarkynning var send út á nærliggjandi lóðarhafa 6. júlí sl. með athugasemdafrest til og með 10. ágúst. Tvær athugasemdir bárust og ein fylgjandi umsögn.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og umhverfissviði að kanna betur forsendur umsóknar um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 245. fundur - 09.01.2023

DM víkur af fundi undir lið 2
Lagt er fram minnisblað byggingarfulltrúa vegna breytingar bílskúrs í þvottahús.

Forsaga:
Á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. maí 2021 var tekin fyrir umsókn lóðarhafa Borgarbrautar 9 um breytingu á bílskúr og geymslu í geymslu og þvottahús. Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna starfsemina og fyrirhugaða breytta notkun fyrir íbúum sex nærliggjandi húsa: Borgarbraut 7 og 10, Hlíðarveg 8, 10, 13 og 17. Auk þess var byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ganga úr skugga um að breytingin væri í samræmi við kröfur um hljóðvist, lykt, umferð o.fl. í þegar byggðum íbúðarhverfum, sbr. skipulag svæðisins.

Grenndarkynning var send út 6. júlí 2021 með athugasemdafrest til og með 10. ágúst 2021. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Hlíðarvegs 8 og Borgarbrautar 7.

Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 12.10.2021, var lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa Borgarbrautar 9 um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús, ásamt niðurstöðum úr grenndarkynningu og reyndarteikningum. Nefndin fól umhverfis- og skipulagssviði að kanna betur forsendur umsóknar um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki þörf á því að breyta skráningu úr bílskúr og geymslu í þvottahús og geymslu þar sem umfang þvottabúnaðs samræmist eðlilegri heimilisnotkun.

Í samræmi við minnisblað byggingarfulltrúa, leggur nefndin til að hafðar séu til hliðsjónar athugasemdir er bárust á grenndarkynningartíma og að ekki sé heimilt að bæta við fleiri vélum (s.s. þvottavél, þurrkara eða öðrum búnaði) nema í samráði við byggingarfulltrúa, þar sem bílskúrinn er staðsettur í íbúðarbyggð.