Málsnúmer 2106020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 229. fundur - 01.07.2021

Prjónað á plani leggur fram umsókn um stöðuleyfi vegna söluskúrs, sem staðsettur yrði á miðbæjarsvæði austan megin við pylsuvagninn.
Tilgangurinn er sala á prjónavörum og handverki.

Sótt er um tímabundið leyfi, frá júní - 15. september 2021.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum, í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 230. fundur - 12.10.2021

Lögð fram beiðni um stöðuleyfi fyrir söluskála á horni Grundargötu og Hrannarstígs.

Prjónað á plani, leggur fram beiðni um stöðuleyfi fyrir söluskála til 15. september 2022. Áður hafði verið gefið út tímabundið stöðuleyfi til 15. september 2021.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til 15. september 2022 í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.