Málsnúmer 2106024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 229. fundur - 01.07.2021

Sótt er um óverulega breytingu á deiliskipulagi á Sólbakka í landi Háls.
Breyting felur í sér færslu á byggingarreitum er varðar frístundahús og smáhýsi á lóð A, Sólbakka.
Byggingarreit fyrir frístundahúsið er hliðrað til suðausturs og byggingarreit fyrir smáhýsi er hliðrað til suðvesturs, sbr. framlagða tillögu.
Ástæða fyrir hliðrun byggingarreits frístundahúss er sú að hlutar hússins og fyrirhugaðrar viðbyggingar falla utan byggingarreits.
Byggingarreit smáhýsis er hliðrað til að ná ákjósanlegri staðsetningu.

Skipulagsskilmálar eru óbreyttir en byggingarskilmálar breytast er varðar að skilgreina íbúðarhúsi á lóð A og B sem frístundahús.

Breyting er í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039.
Á 227. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við frístundahús í landi Sólbakka.
Nefndin samþykkti byggingarleyfi með þeim fyrirvara að umrædd viðbygging væri innan byggingarreits. Þar sem viðbygging er utan byggingarreits leggja húseigendur nú fram beiðni um óverulega deiliskipulagsbreytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem byggingarreitur er færður til.
Útlit viðbyggingar og stærð er í samræmi við áður samþykkt deiliskipulag og breytist ekki. Staðsetning lóðarinnar og tilfærsla á byggingarreitum gefur ekki tilefni til að telja að eigendur nærliggjandi jarða eigi hagsmuna að gæta í málinu, að mati skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin samþykkir því að fallið verði frá grenndarkynningu, sbr. 2. mgr. 43. gr., og felur byggingarfulltrúa að ljúka frágangi á óverulegri deiliskipulagsbreytingu og birta í B-deild Stjórnartíðinda.