Málsnúmer 2106030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 571. fundur - 14.07.2021

Lögð fram fyrirspurn samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 28. júní sl., sbr. leiðbeiningar ráðuneytisins frá 23. júní sl., um innheimtu sveitarfélaga á dráttarvöxtum vegna fasteignaskatta, í þeim tilvikum þegar skuldari hefur sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara og þar til umboðsmaður hefur tekið afstöðu til umsóknarinnar. Kröfuhöfum er óheimilt að taka við greiðslum á kröfum sínum á því tímabili (greiðsluskjól) og í leiðbeiningum ráðuneytisins er komist að þeirri niðurstöðu að sveitarfélögum sé ekki heldur heimilt að reikna dráttarvexti á kröfur um fasteignaskatta á því tímabili og að þau sérsjónarmið sem eiga við um fasteignaskatta breyti engu þar um.

Einnig lagt fram svar Grundarfjarðarbæjar.