Málsnúmer 2106032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 229. fundur - 01.07.2021

Fyrir liggur umsókn ASK arkitekta dags. 30. júní 2021 f.h. Guðmundar Runólfssonar hf. um byggingarleyfi húss fyrir nýtt netaverkstæði við Nesveg 4a, í samræmi við og í framhaldi af afgreiðslu á lið nr. 3.
Í umsókninni kemur fram að sótt sé um fyrri hluta veitingar byggingarleyfis eða “samþykkt byggingaráforma" sbr. byggingarreglugerð. Með umsókninni fylgdu gögn í samræmi við 2. mgr. í 2.4.1. gr. byggingarreglugerðar um byggingarleyfi (vegna samþykktar byggingaráforma), þ.e. aðaluppdrættir, skráningartafla húss, greinargerð brunahönnuðar, o.fl.
Fram kemur að séruppdrættir sem þurfi til veitingar byggingarleyfis séu langt komnir og uppdrættir sem snúi að sökklum og botnplötu séu nánast tilbúnir og verði lagðir inn mjög fljótlega. Byggingarstjórar og iðnmeistarar verksins verði sömuleiðis tilkynntir á næstunni.
Um er að ræða fyrri hluta byggingarleyfisumsóknar þar sem byggingaráform eru tilgreind sbr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Byggingarfulltrúi hefur farið yfir þau gögn sem fylgdu umsókninni og telur þau vera í samræmi við skipulag svæðis og uppfylli viðeigandi lagaákvæði.

Á grundvelli 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar, að undangenginni yfirferð byggingarfulltrúa og að undangenginni afgreiðslu deiliskipulagsbreytingar, skv. 3. lið fundarins, samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd umsókn sem felur í sér að samþykkt eru byggingaráform umsækjanda. Byggingarfulltrúi, sem leyfisveitandi, tilkynnir umsækjanda skriflega um samþykkt þeirra áforma. Slík tilkynning veitir umsækjanda ekki heimild til að hefja byggingarframkvæmdir, eins og tilgreint er í 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.

Eins og í umsókninni segir, þá verða séruppdrættir sem þarf til veitingar byggingarleyfis lagðir inn mjög fljótlega sem og skráning byggingarstjóra og iðnmeistara.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi, þegar fullnægjandi gögn hafa verið lögð inn, í samræmi við þau áform sem tilkynnt hefur verið um, og að uppfylltum skilyrðum, sbr. 2.4.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.