Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur sent bæjarstjórn ósk um umsögn vegna umsóknar Hátíðarfélags Grundarfjarðar um tækifærisleyfi fyrir dansleik í Snæfellingshöllinni í Grundarfirði 23. júlí nk.
Rósa Guðmundsdóttir vék af fundi vegna aðkomu að undirbúningi umsóknarinnar.
Með vísan til 17. gr. laga um veitinga- og gististaði gerir bæjarráð ekki athugasemd um umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða.
Hér tók Rósa aftur sæti sitt á fundinum.