Málsnúmer 2107006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 571. fundur - 14.07.2021

Fyrir fundinum lá stöðuskýrsla, unnin í lok maí 2021, af Eflu, verkfræðistofu, um utanhússviðgerðir grunnskólahúsnæðis. Höfð er hliðsjón af skýrslu sem Efla vann árið 2017 um ástand húss og viðhaldsþörf, en unnið hefur verið eftir henni síðan.

Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi var gestur fundarins undir þessum dagskrárlið.


Byggingarfulltrúi fór yfir stöðu viðhaldsframkvæmda við utanhússviðgerðir á grunnskóla, einkum múrviðgerðir.

Bæjarstjóri og byggingarfulltrúi áttu verkfundi 29. júní og nú í morgun með verktaka, Þ.G. Þorkelsson verktaka ehf.

Farið var yfir það sem búið er að vinna af utanhússviðgerðum, múrviðgerðum, endurbótum á þakkanti til að varna því að vatn flæði niður á glugga og veggi, málun o.fl.

Mikilvægt er að við gluggaskipti í húsinu verði séð til þess að múrviðgerðir fari fram samhliða í gluggaopum og á súlum við glugga, að það haldist í hendur.

Byggingarfulltrúi mun fara betur yfir stöðuna og næstu skref þegar hann verður með viðveru 20. júlí nk., eftir sumarfrí.

Hér vék Sigurður Valur af fundi og var honum þakkað fyrir komuna.

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi