Landsnet hefur sent drög að Kerfisáætlun 2021-2030 til umsagnar.
Með tölvupósti dagsettum 10.06 2021 var sveitarfélögum gefinn kostur á að veita umsögn um Kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2021-2030.
Fyrir fundinum liggja drög SSV að umsögn stjórnar SSV um Kerfisáætlunina. Einnig vinnupóstar bæjarstjóra til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð tekur undir umsögn SSV og leggur sérstaka áherslu á eftirfarandi:
"Þegar horft er til langtímaáætlunar Landsnets er afar mikilvægt að setja nú þegar inn á framkvæmdaáætlun uppbyggingu á svæðisflutningskerfinu á Snæfellsnesi. Landsnet hefur framkvæmt úttekt á tiltæku skerðanlegu afli, varaafli og framkvæmt kerfisgreiningar í þeim tilgangi að meta svæðisbundna flutningskerfið á Snæfellsnesi. Niðurstöður greininga koma ekki vel út þar sem kerfið þolir í flestum tilfellum ekki útleysingu á Vegamótalínu 1 út frá Vatnshömrum þó svo að nóg raunaflsframleiðsla sé fyrir hendi í eyjunni. Úrbætur á kerfinu eru nauðsynlegar til að geta tryggt afhendingaröryggi og eyjakeyrslu á Snæfellsnesi. Sveitarfélögin telja að nauðsynlegt sé að ráðast nú þegar í ákveðnar aðgerðir til þess að tryggja afhendingaröryggi, en þær felast í; - Endurnýjun á Vegamótalínu, frá Vatnshömrum að Vegamótum, endurnýjun á Vogaskeiðslínu og endurnýjun á Ólafsvíkurlínu. - Hringtenging á Snæfellsnesi með því að tengja Vogaskeið við Glerárskóga með jarðstreng, sæstreng eða loftlínu. Í kerfisáætlun segir „að sé þessi útfærsla borin saman við tvöföldun Vegamótalínu þá fæst hærra skammhlaupsafl á Snæfellsnesi, meiri álagsaukning og áreiðanleiki afhendingar er talsvert hærri“. Þessi tenging er því í alla staði betri. Þá er endurnýjun tengivirkisins að Vatnshömrum í Borgarnesi ein af forsendum þess að hægt sé að tryggja afhendingaröryggi á Snæfellsnesi þar eð Vegamótalínan liggur frá Vatnshömrum."
Bæjarráð leggur einnig áherslu á að þar til flutningskerfi raforku að og á Snæfellsnesi hefur verið styrkt með viðeigandi aðgerðum, séu gerðar ráðstafanir til að auka og tryggja nægjanlegt varaafl á svæðinu.
Bæjarráð tekur undir lokaorð umsagnar SSV þar sem segir:
"Það er ljóst að nægjanleg orkuframleiðsla og traust afhendingaröryggi á rafmagni er nauðsynleg forsenda þessa að byggðir geti eflst og dafnað. Uppbygging Landsnets á stofn- og svæðislínukerfi á Vesturlandi hefur því mikil áhrif á tækifæri landshlutans til vaxtar og viðgangs."
Bæjarráð samþykkir að senda þessa bókun sem umsögn sína um Kerfisáætlunina.
Fyrir fundinum liggja drög SSV að umsögn stjórnar SSV um Kerfisáætlunina. Einnig vinnupóstar bæjarstjóra til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð tekur undir umsögn SSV og leggur sérstaka áherslu á eftirfarandi:
"Þegar horft er til langtímaáætlunar Landsnets er afar mikilvægt að setja nú þegar inn á framkvæmdaáætlun uppbyggingu á svæðisflutningskerfinu á Snæfellsnesi. Landsnet hefur framkvæmt úttekt á tiltæku skerðanlegu afli, varaafli og framkvæmt kerfisgreiningar í þeim tilgangi að meta svæðisbundna flutningskerfið á Snæfellsnesi. Niðurstöður greininga koma ekki vel út þar sem kerfið þolir í flestum tilfellum ekki útleysingu á Vegamótalínu 1 út frá Vatnshömrum þó svo að nóg raunaflsframleiðsla sé fyrir hendi í eyjunni. Úrbætur á kerfinu eru nauðsynlegar til að geta tryggt afhendingaröryggi og eyjakeyrslu á Snæfellsnesi. Sveitarfélögin telja að nauðsynlegt sé að ráðast nú þegar í ákveðnar aðgerðir til þess að tryggja afhendingaröryggi, en þær felast í;
- Endurnýjun á Vegamótalínu, frá Vatnshömrum að Vegamótum, endurnýjun á Vogaskeiðslínu og endurnýjun á Ólafsvíkurlínu.
- Hringtenging á Snæfellsnesi með því að tengja Vogaskeið við Glerárskóga með jarðstreng, sæstreng eða loftlínu. Í kerfisáætlun segir „að sé þessi útfærsla borin saman við tvöföldun Vegamótalínu þá fæst hærra skammhlaupsafl á Snæfellsnesi, meiri álagsaukning og áreiðanleiki afhendingar er talsvert hærri“. Þessi tenging er því í alla staði betri.
Þá er endurnýjun tengivirkisins að Vatnshömrum í Borgarnesi ein af forsendum þess að hægt sé að tryggja afhendingaröryggi á Snæfellsnesi þar eð Vegamótalínan liggur frá Vatnshömrum."
Bæjarráð leggur einnig áherslu á að þar til flutningskerfi raforku að og á Snæfellsnesi hefur verið styrkt með viðeigandi aðgerðum, séu gerðar ráðstafanir til að auka og tryggja nægjanlegt varaafl á svæðinu.
Bæjarráð tekur undir lokaorð umsagnar SSV þar sem segir:
"Það er ljóst að nægjanleg orkuframleiðsla og traust afhendingaröryggi á rafmagni er nauðsynleg forsenda þessa að byggðir geti eflst og dafnað. Uppbygging Landsnets á stofn- og svæðislínukerfi á Vesturlandi hefur því mikil áhrif á tækifæri landshlutans til vaxtar og viðgangs."
Bæjarráð samþykkir að senda þessa bókun sem umsögn sína um Kerfisáætlunina.