Málsnúmer 2108008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 576. fundur - 11.10.2021

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Landssamtakanna Þroskahjálpar um gerð handbókar fyrir sveitarfélög um starfsemi notendaráða.

Í póstinum segir:
"Markmið handbókarinnar er að tryggja sveitarfélögum fræðslu um skyldur sínar er varðar fatlað fólk og mikilvægi þess að allir séu raunverulegir og virkir þátttakendur. Í handbókinni er meðal annars komið inn á nauðsyn þess að öllum þátttakendum í notendaráðum sé tryggður viðeigandi stuðningur og aðlögun sem mætir þörfum þeirra til þess að þeir geti komið skoðunum sínum á framfæri, deilt reynslu sinni og veitt stjórnvöldum viðeigandi aðhald."