Málsnúmer 2109007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 230. fundur - 12.10.2021

Lögð fram til kynningar og umsagnar starfsleyfistillaga Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir Skotfélag Snæfellsness, á Hrafnkelsstaðabotni. Erindinu fylgdi umsögn frá Skotfélaginu til Helbrigðiseftirlits Vesturlands.
Í ljósi umræðna felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að skoða betur starfsleyfistillöguna og gera drög að umsögn um hana fyrir næsta fund nefndarinnar, sérstaklega hvort þörf sé á á frekari afmörkun svæðisins eða varúðarmerkingum, m.t.t. nota svæðisins, sbr. skilmála í greinargerð Aðalskipulags Grundarfjarðar um Íþróttasvæði ÍÞ-7.