Málsnúmer 2109023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 576. fundur - 11.10.2021


Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2022, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga.

Farið yfir forsendur og breytingu milli ára.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 578. fundur - 01.11.2021

Lögð fram drög að áætlun fasteignagjalda 2022 ásamt yfirliti yfir kostnað vegna sorphirðu og sorpeyðingar.

Gengið frá tillögu til bæjarstjórnar um breytingar á einstaka gjaldliðum.

Samþykkt samhljóða.