Málsnúmer 2110009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 230. fundur - 12.10.2021

Lögð fram til kynningar hugmynd skipulagsfulltrúa um biðsvæðaverkefni á horni Grundargötu og Hrannarstígs.

Á miðbæjarreit er gert ráð fyrir blandaðri starfsemi, atvinnuhúsnæðis og/eða íbúðarhúsnæðis, skv. aðalskipulagi. Gera má ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag reitsins áður en til uppbyggingar kemur. Þar til frekari ákvarðanir um fyrirkomulag og byggingar liggur fyrir, er mikilvægt að hlúa að svæðinu, sem er í hjarta bæjarins (núverandi „víkingasvæði“). Skipulagsfulltrúi leggur fram hugmynd að biðstöðuverkefni á þessu mikilvæga svæði í miðbæ Grundarfjarðar sem felst í því að nýta megi það fyrir íbúa og gesti, gera megi það hlýlegt og aðlaðandi, án þess að varanlegar ráðstafanir séu gerðar sem raski tækifærum til byggingar á því. Slíkt tímabundið verkefni gæti t.d. falið í sér að setja upp bekki, borð, gróður og önnur götugögn, og gæti verið unnið í samstarfi við hönnunarbrautir við Listaháskóla Íslands eða Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í hugmyndina og felur skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra að kanna betur hvað þarf til að slíkt biðstöðuverkefni geti orðið að veruleika á þessu mikilvæga svæði í miðbænum.