Málsnúmer 2110033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 578. fundur - 01.11.2021

Lagt fram bréf aðstoðarskólastjóra tónlistarskólans með tillögum um átak í kennslu á blásturshljóðfæri, þar sem þeim nemendum hefur fækkað mikið.

Lagt er til að boðið verði upp á gjaldfrjálsa kennslu á blásturshljóðfæri skólaárið 2021-2022 fyrir nemendur í 2.-4. bekk grunnskólans.

Samþykkt samhljóða sem tilraunaverkefni á núverandi skólaári. Bæjarráð felur skólastjórnendum frekari útfærslu verkefnisins í samráði við bæjarstjóra. Bæjarráð óskar eftir skýrslu í lok skólaárs um hvernig til tókst.