Málsnúmer 2111015

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 31. fundur - 10.11.2021

Farið yfir undirbúning viðburða menningarnefndar fyrir aðventuhátíðina 2021.
Menningarnefnd fór yfir hugmyndir af viðburðum sem halda skal á aðventunni.

Þar á meðal er hin árlega jólamyndasamkeppni, í ár verður óskað eftir þátttöku barna í grunn- og leikskóla Grundarfjarðarbæjar í að útbúa jólamynd ársins 2021.

Jólahús Grundarfjarðar hefur verið fastur liður á aðventunni og verða verðlaun veitt fyrir fallegasta jólahúsið þann 22. desember 2021.

Aðventugluggarnir slógu í gegn á síðasta ári og ákveðið hefur verið að halda því verkefni áfram. Þuríði Gíu er falið að auglýsa eftir þátttakendum í það verkefni.

Jólalögin áttu sinn stað í aðventuundirbúning árið 2020. Ákveðið var að halda þessu verkefni áfram og er Þuríði Gíu falið að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í þessu verkefni og ljá sína rödd.

Einnig var farið yfir ljósmyndasamkeppnina, þar sem þema ársins er "Litagleði". Skilafrestur mynda er til 20. nóvember. Linda María og Guðmundur Pálsson, ásamt Þuríði Gíu munu fara yfir innsendar myndir þann 24. nóvember n.k og fá með sér útvalinn dómara við val á mynd ársins 2021. Verðlaun fyrir ljósmynd ársins verða veitt á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym mér ei þann 28. nóvember 2021.

Haldinn var opinn fundur, þar sem íbúum var boðið að taka þátt í umræðum um aðventuundirbúning. Margar góðar hugmyndir komu fram á þessum fundi sem teknar verða til skoðunar og framkvæmdar.