Málsnúmer 2201018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 232. fundur - 25.01.2022

Lóðarhafi að Fellasneið 8 sækir um byggingarheimild fyrir 14,5 m2 garðhýsi á lóð. Um er að ræða kalt garðhýsi sem þegar stendur á lóðinni en til stendur að hita upp, leggja rafmagn í og tengja við fráveitu. Samkvæmt uppdráttum sem skilað hefur verið inn er staðsetning á garðhýsinu í meira en þriggja metra fjarlægð frá nærliggjandi lóðum skv. f-lið í gr. 2.3.5.í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir umrætt svæði, felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna til aðliggjandi lóðarhafa skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal eftirfarandi lóðarhöfum: Fellasneið 4, 6, 10 og 16. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningunni, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild fyrir mannvirki, að uppfylltum skilyrðum 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, fyrir mannvirki í umfangsflokki 1. sbr. 1.3.2. gr. byggingarreglugerðar.