Málsnúmer 2203021

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 161. fundur - 05.04.2022

Lagt frá bréf mennta- og barnamálaráðuneytis frá 3. mars 2022, þar sem óskað er eftir góðu samstarfi við nemendur, starfsfólk grunnskóla, sveitarfélög og skólaþjónustu sveitarfélaga um þátttöku í PISA könnuninni sem framundan er.

Í bréfinu kemur eftirfarandi fram:

"PISA er alþjóðleg könnun á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvísindi á þriggja ára fresti. Einnig fylgja ýmsir spurningalistar með PISA könnuninni sem gefa mikilvægar upplýsingar. PISA könnunin sem nær til yfir 80 þjóða er eina alþjóðlega samanburðarrannsóknin á frammistöðu menntakerfisins sem fram fer hér á landi."