Málsnúmer 2204023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 236. fundur - 02.05.2022

Sótt er um byggingarleyfi til endurnýjunar á þaki á húsi fyrirtækisins á Borgarbraut 1 í Grundarfirði. Húsið er í dag nýtt sem áhaldahúsgeymsla.
Haustið 2021 fauk hluti þaks í óveðri sem gekk yfir og er núverandi þak í slæmu ástandi. Breytingar eru gerðar á burðarvirki þaksins og telur byggingarfulltrúi að fyrirhuguð framkvæmd sé háð byggingarleyfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umsókn um endurnýjun á þaki húss við Borgarbraut 1 og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.