Málsnúmer 2204024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 236. fundur - 02.05.2022

Lögð fram umsókn um byggingarheimild vegna stækkunar á sumarhúsi í landi Hallbjarnareyrar (F2114650).
Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar er jörðin Hallbjarnareyri skilgreind sem landbúnaðarsvæði (L136610) og er hún í eigu Ríkissjóðs. Lóðarleigusamningur er í gildi frá 2012. Í samningnum er ekki er kveðið á um hámarksfermetrafjölda sumarhússins.

Núverandi sumarhús, sem byggt var árið 1989, er skráð 40,3 m2 en eftir stækkun verður það samtals 164,3 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við umsókn um stækkun sumarhúss í landi Hallbjarnareyrar og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.