Málsnúmer 2207010

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 4. fundur - 23.01.2023

Lagðar fram til kynningar nýjar reglur Hafnasambands Íslands um stuðning við hafnarsjóði til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála.

Samkvæmt reglunum geta aðildarhafnir Hafnasambands Íslands óskað eftir fjárhagsstuðningi hafnasambandsins til að mæta kostnaði við rekstur dómsmála enda sé líklegt að niðurstaða málsins feli í sér fordæmisgefandi niðurstöðu fyrir aðrar hafnir.