Málsnúmer 2211020

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 4. fundur - 23.01.2023

Hafnasamband Íslands vekur athygli hafnarstjórna á ályktun 43. hafnasambandsþings frá því í október 2022 um öryggi og aðgengi að höfnum, sem lögð er fram til kynningar.
"Hafnasambandsþing hvetur hafnastjórnir til að huga vel að öryggi og aðgengi að höfnum en reynslan sýnir að aldrei er of varlega farið og fara þarf reglulega yfir öll öryggis og aðgengismál. Hvatt er til þess að hafnir deili á milli sín góðri reynslu um hvernig hægt er að tryggja öryggi allra á hafnarsvæðinu en á sama tíma tryggja vöxt mismunandi atvinnugreina og öruggt aðgengi almennings þar sem við á."