Málsnúmer 2301005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 245. fundur - 09.01.2023

Sótt er um byggingarleyfi vegna tilfærslu á eldhúsi í samvinnurými á Grundargötu 30, miðhæð. Núverandi eldhús verður aflagt og því breytt í skrifstofurými. Nýtt eldhús verður byggt í miðrými, í samræmi við teikningar frá Skala arkitektum. Einnig er sótt um að fjölga lokuðum skrifstofurýmum og búa til fundaraðstöðu í miðrými hússins.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umsókn um byggingarleyfi vegna breytingar á innra skipulagi á miðhæð við Grundargötu 30 og telur umrædda breytingu henta vel sem fjarvinnurými í húsinu. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2.4.4. gr byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br.