Málsnúmer 2301023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 246. fundur - 20.02.2023

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 163,6 m2 einbýlishúsi við Hlíðarveg 7 samkvæmt aðaluppdráttum frá Teiknistofunni Kvarða, dagsettum 22. janúar 2023.
Um er að ræða hús með staðsteyptum undirstöðum og plötu. Burðarkerfi útveggja og þaks er úr timbri, útveggir verða klæddir með báruðum málmplötum og sement-fiber plötum. Nýtingarhlutfallið á lóðinni er 0,28. Þar sem lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framkomnar hugmyndir og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 2, 5, 6 og 9 og Grundargötu 7, 9, 11. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningunni er byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br.