Málsnúmer 2302012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 246. fundur - 20.02.2023

Lögð fram til kynningar tölvupóstsamskipti bæjarstjóra við Vegagerðina um frekari öryggisráðstafanir á vegi í og við áningarstaðinn við Kirkjufellsfoss.

Öryggisteymi Vegagerðarinnar skoðaði aðstæður í október/nóvember á sl. ári og hefur nú kynnt afrakstur þeirrar skoðunar. Um er að ræða nokkrar aðgerðir, sem miða að auknu umferðaröryggi vegfarenda. Slík framkvæmd krefst hönnunar og sérstaks fjármagns, að því er fram kemur í tölvupósti Vegagerðarinnar.

Á 269. fundi sínum þann 9. febrúar sl. benti bæjarstjórn á að skoða þurfi hvort bæta megi úr vatnssöfnun sem verður í leysingum við Þjóðveg 54, neðan Fellsenda, vestan þéttbýlisins.
Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að vísa framangreindum gögnum til kynningar og umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd.