Málsnúmer 2305028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 605. fundur - 26.05.2023

Lögð fram til kynningar bréf Stéttarfélagsins Kjalar um atkvæðagreiðslu félagsmanna um verkfall, þ.e. bréf dags. 14. maí sl., þar sem samþykkt var verkfall á Leikskólanum Sólvöllum dagana 30. maí til 1. júní og bréf dags. 19. maí sl., þar sem samþykkt var verkfall í leikskóla og bæjarskrifstofu frá 5. júní til 5. júlí nk. og verkfall í íþróttahúsi/sundlaug ótímabundið frá 5. júní nk.

Af um 85 starfsmönnum bæjarins er 41 starfsmaður í BSRB (39 í starfi eins og er) og eru 17 af þeim á leið í verkfall skv. þessu eða um 20% starfsmanna bæjarins.

Jafnframt lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. maí sl. um stöðuna í kjarasamningsviðræðum.

Umboð Grundarfjarðarbæjar til kjarasamningsgerðarinnar liggur hjá Samninganefnd sveitarfélaganna og vonar bæjarráð að samningsaðilar nái samkomulagi hið fyrsta.