Málsnúmer 2312004

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 9. fundur - 16.01.2024

Umræðu um helstu framkvæmdir hafnarinnar á árinu 2024 frestað til næsta fundar.



Þó var rætt um salernismál á hafnarsvæði á komandi sumri, fyrir gesti skemmtiferðaskipa. Gert er ráð fyrir að leysa þau með svipuðum hætti og á síðasta ári, þ.e. með því að leigja salernishús.

Stefnt er að því að fá Margréti Björk frá Áfangastaða- og markaðsstofu Vesturlands (SSV) á fund með hafnarstjórn fljótlega, til að fara yfir stöðu í "skemmtiferðaskipaverkefni" sem fram fór á síðasta ári í samvinnu hafna og sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Niðurstöðurnar nýtast höfninni og bænum í að skipuleggja móttöku skemmtiferðaskipa og þjónustu við gesti. Þörf er á framhaldandi vinnu og samtali á svæðinu og mun hafnarstjórn ræða það við Margréti/SSV.

Rætt um uppsetningu á loftgæðamáli, sem er í vinnslu.

Arnar, sem einnig situr í Breiðafjarðarnefnd, sagði frá því að búið sé að koma fyrir búnaði á eða við hafnarsvæðið til að greina hvort hingað berist framandi ágengar lífverur, sem líklegar væru til að taka sér bólfestu eða "taka yfir svæði". Rannsóknin er á vegum Breiðafjarðarnefndar og er framkvæmd af Nátturustofu Suðvesturlands.

Hafnarstjórn - 11. fundur - 29.04.2024

Hafnarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir ársins.



Yfirstandandi er endurnýjun á steyptri þekju Norðurgarðs, um 200 m2 hluti. Þá eru eftir um 200 m2 til viðbótar og verður lokið við þá í haust samhliða frágangi lagna á svæðinu.

Höfnin hefur fest kaup á tveimur nýjum, stórum fríholtum, sem notuð eru fyrir skemmtiferðaskip sem leggjast að Norðurgarði. Nýju fríholtin eru stærri og öflugri en þau sem keypt voru í fyrra. Hafnarstjórn stefnir að því að kaupa tvö stór fríholt til viðbótar á næsta ári.

Ledlýsing hefur verið sett í alla almenna ljósastaura á öllu hafnarsvæðinu og eldri perum skipt út.

Ný rafmagnstafla er komin en eftir er að setja hana upp, í elsta rafmagnshúsi hafnarsvæðisins. Skipt hefur verið um hurð á tveimur rafmagnshúsum, því elsta og svo inná Suðurgarði.

Í sumar verða málaðir (sprautaðir) bryggjukantar, pollar og stigar. Svæði við smábátaplanið við Suðurgarð og við bæjarskiltið verða snyrt til.

Rætt um smábátaplan við Suðurgarð og möguleika á að malbika á því svæði í sumar. Hafnarstjóra falið að óska upplýsinga um verð í malbikun sbr. umræður fundarins.

Búið er að ræða við öll fyrirtæki á hafnarsvæðinu um árlega vortiltekt og eru allir farnir að taka til eftir veturinn, að sögn hafnarstjóra.

Rætt um salernisaðstöðu á hafnarsvæðinu. Í ár, eins og í fyrra, verður leigð salerniseining fyrir gesti skemmtiferðaskipa.

Hafnarstjóri ítrekaði ósk sína frá apríl 2023 um að byggð verði viðbygging og salernisaðstaða við núverandi hafnarhús við hafnarvog, til að fullnægja þörfum vaxandi fjölda gesta skemmtiferðaskipa. Hinsvegar ber að líta til þess að skipulagsmál á hafnarsvæðinu hafa verið í örri breytingu og er ekki lokið.