Málsnúmer 2406002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 621. fundur - 06.06.2024

Ákvörðun um fyrirkomulag snjómoksturs á komandi vetri/vetrum.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu sinni og verkstjóra áhaldahúss um fyrirkomulag snjómoksturs. Lagt er til að vetrarþjónusta verði boðin út og bænum skipt í tvo verkhluta. Hægt verði að bjóða í annan eða báða verkhlutana. Lagt er upp með að samningur verði gerður til 3ja ára með möguleika á framlengingu.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og verkstjóra og felur þeim nánari útfærslu og undirbúning útboðs. Útboðsgögn verða lögð fyrir bæjarráð og útboð í framhaldinu auglýst.

Samþykkt samhljóða.