Málsnúmer 2408002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 260. fundur - 15.08.2024

Hér vék Signý af fundi.



Tekið fyrir erindi frá Sigurbjarti Loftssyni merkjalýsanda, fyrir hönd landeiganda Suður-Bárar, um uppskiptingu lands þannig að úr landi Suður-Bárar, landnúmer L136658, verði til 23,19 hektara land sem fái heitið "Suður-Bár Golfvallarland".



Óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir uppskiptingunni skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.



Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, en í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er umrætt land golfvallar skilgreint innan landnotkunarreitsins ÍÞ-6 (íþróttasvæði).



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við uppskiptingu lands samkvæmt hnitsettum uppdrætti sem fylgir umsókninni. Umrætt land hefur verið nýtt undir golfvöll, í á þriðja áratug, og er því ekki um breytt not að ræða frá því sem verið hefur. Umrætt land og ný afmörkun þess samræmist Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, þar sem það fellur innan landnotkunarreits sem skilgreindur er sem íþróttasvæði (ÍÞ-6).

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til að bæjarráð samþykki erindið í samræmi við 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Vakin er athygli á smávægilegu misræmi milli umrædds lands og marka landnotkunarreitsins ÍÞ-6, en nefndin telur það þó ekki hafa áhrif á afgreiðsluna.


Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.