Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað fyrir Grundargötu 4, landnúmer L136722. Samkvæmt uppmælingu stækkar lóðin úr 587 m2 í 608,5 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því að bæjarstjórn samþykki lóðarblaðið og felur skipulagsfulltrúa að kynna eigendum fasteigna á lóðinni mælinguna áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.