Málsnúmer 2410016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 261. fundur - 29.10.2024

Signý Gunnarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.



Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað fyrir Grundargötu 20, landnúmer L136739. Skv. mælingu stækkar lóðin um 16,3 m2, úr 752 m2 í 768,3 m2, og upprunalandið Grafarland L190037 minnkar um 16,3 m2.



Mældar voru upp lóðirnar við Grundargötu 4-10 og 16-28. Áður var búið að mæla upp lóðirnar 12-14 vegna byggingarframkvæmda á þeim.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.