Lagður fram til kynningar samningur við Mílu um ljósleiðaraframkvæmdir.
Samningurinn er gerður í tengslum við samning Grundarfjarðarbæjar við Fjarskiptasjóð, sem lagður var fram í bæjarstjórn til kynningar 8. október sl., en hann kveður á um greiðslu styrks til að ljúka ljósleiðaralagningu í nokkur hús sem eftir voru í þéttbýli Grundarfjarðar.
Ljósleiðaralagningu er nú lokið í sveitarfélaginu.