Lagður fram til kynningar verksamningur Grundarfjarðarhafnar við BM Vallá vegna byggingar og uppsetningar á húseiningum í nýtt þjónustuhús á hafnarsvæðinu, sem verður viðbygging við núverandi hafnarhús.
Farið yfir framkvæmdir við viðbyggingu við hafnarhúsið.
Byggingin fékk öryggisúttekt 22. maí 2025 og var tekin í notkun 24. maí sl., en lokaúttekt er fyrirhuguð.
Almenningssalerni hafa verið flutt úr samkomuhúsinu í nýju viðbygginguna. Gjaldhliði samkomuhússins var komið fyrir við inngang við nýju salernin og gjaldtaka er hafin.
Almenningssalerni hafa verið flutt úr samkomuhúsinu í nýju viðbygginguna. Gjaldhliði samkomuhússins var komið fyrir við inngang við nýju salernin og gjaldtaka er hafin.
Vísað í umræðu um byggingarkostnað í lið nr. 1.