Verið er að taka í notkun nýtt geymslusvæði bæjarins að Ártúni 8 og loka eldra svæði að Hjallatúni 1.
Ekki hafa verið í gildi sérstakar reglur um geymslusvæðið, fyrir utan stutt ákvæði á annars vegar umsóknareyðublaði og hins vegar í gjaldskrá fyrir svæðið.
Lögð eru fram drög að nýjum reglum fyrir geymslusvæði.
Höfð var hliðsjón af reglum annarra sveitarfélaga. Samráð var einnig haft við starfsmenn áhaldahúss o.fl. um útfærslu.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við þessi drög og felur skipulagsfulltrúa að útbúa endanlega tillögu að reglum og leggja fyrir bæjarstjórn samhliða tillögu að gjaldskrá geymslusvæðis.