Málsnúmer 2503028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 267. fundur - 03.04.2025

Verið er að taka í notkun nýtt geymslusvæði bæjarins að Ártúni 8 og loka eldra svæði að Hjallatúni 1.



Ekki hafa verið í gildi sérstakar reglur um geymslusvæðið, fyrir utan stutt ákvæði á annars vegar umsóknareyðublaði og hins vegar í gjaldskrá fyrir svæðið.



Lögð eru fram drög að nýjum reglum fyrir geymslusvæði.

Höfð var hliðsjón af reglum annarra sveitarfélaga. Samráð var einnig haft við starfsmenn áhaldahúss o.fl. um útfærslu.



Undir þessum lið er almennt rætt um stöðuleyfi og framtíð geymslusvæðis. Rætt um einstaka liði tillögunnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við þessi drög og felur skipulagsfulltrúa að útbúa endanlega tillögu að reglum og leggja fyrir bæjarstjórn samhliða tillögu að gjaldskrá geymslusvæðis.

Bæjarstjórn - 299. fundur - 08.05.2025

Lagðar fram tillögur að reglum og gjaldskrá með uppfærslu gjalds fyrir geymslusvæði.

Lagt til að gjald fyrir 3x8m svæði verði 10.000 kr. á mánuði og fyrir 3x12m verði 15.000 kr. á mánuði.

Samþykkt samhljóða.