Rekstraraðilar veitingastaðar að Nesvegi 5 fyrirhuga breytingar á loftræsingu í eldhúsi veitingastaðarins. Nýtt útkast yrði á bakhlið hússins.
Lögð fram greinargerð Eflu fyrir þeirra hönd.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta fara fram minniháttar grenndarkynningu fyrir eigendum nærliggjandi húsa þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Um er að ræða fasteignir á Eyrarvegi 3, 5 og 7, Nesvegi 7 og Hrannarstíg 2 og 4.