Málsnúmer 2504003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 299. fundur - 08.05.2025

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Vísað er í fyrri umfjöllun skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar um miðbæjarreit, bæði um uppbyggingu á reitnum og síðan um aðalskipulagsbreytingu.

    Haldnir voru fundir með íbúum til að kynna hugmyndir um uppbyggingu á miðbæjarreit; opinn fundur í samkomuhúsinu 2. apríl sl. og tveir fundir sérstaklega með eigendum húsa á nærliggjandi lóðum. Þriðji slíkur fundurinn er jafnframt fyrirhugaður.

    Auglýst var skipulagslýsing og vinnslutillaga fyrir breytingu aðalskipulags, vegna miðbæjarreits, og var tillagan auglýst í Skipulagsgátt frá 15. til 24. apríl sl. Frestur til að gera athugasemdir/umsagnir rann út 24. apríl sl.

    Alls bárust fimm umsagnir, frá Slökkviliði Grundarfjarðar, Minjastofnun Íslands, Veitum ohf., Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Vegagerðinni.
    Umsagnir má sjá í framlagðri samantekt í fylgiskjali.

    Einnig er lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sem lagt er til að auglýst verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Undir þessum lið eru einnig lagðar fram til kynningar tillögur að fyrirkomulagi gatnamóta og lóðarmarka miðbæjarreits, við Hrannarstíg og Grundargötu, sem tekur mið af nýbyggingu á miðbæjarreit. Thijs Kreukels samgönguverkfræðingur hjá VSB verkfræðistofu vann þar undirbúningsvinnu og var hann gestur fundarins undir þessum lið að hluta.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 268 Thijs var boðinn velkominn á fundinn. Hann, Nanna og Sigurður fóru yfir hugmyndir um lóðarstærð og fyrirkomulag við lóðarmörk. Málið er til frekari vinnslu síðar.

    ---

    Farið yfir framlagðar umsagnir sem bárust á auglýsingatímanum.

    Þar sem um er að ræða lýsingu og vinnslutillögu er ekki þörf á að bregðast sérstaklega við athugasemdum á þessu stigi. Þær hafa þó verið hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu og við gerð tillögu um breytingu á aðalskipulagi, sem nú liggur fyrir fundinum. Einnig verða þær hafðar til hliðsjónar við gerð deiliskipulags þegar þar að kemur.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi, sem auglýst verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana, að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi, sem auglýst verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsstofnun hefur nú lokið yfirferð yfir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár.

    Lagt fram til upplýsingar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 268 Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar því að þessu skipulagsferli sé að ljúka.

    Skipulagsstofnun mun í framhaldinu auglýsa aðalskipulagsbreytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera lítilsháttar lagfæringar á deiliskipulaginu, í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar, og að því loknu að auglýsa það í B-deild Stjórnartíðinda og á vef bæjarins og vekja athygli á tilheyrandi kærufresti.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Auglýsingatíma tillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi lauk 25. apríl sl.

    Lögð fram samantekt með yfirliti yfir þær umsagnir/athugasemdir sem bárust og tillögur að viðbrögðum við þeim.

    Alls bárust átta athugasemdir frá eftirtöldum aðilum og voru þær samhljóða við bæði aðalskipulagsbreytinguna og deiliskipulagstillöguna;

    - Veitur
    - Náttúruverndarstofnun
    - Minjastofnun Íslands
    - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
    - Vegagerðin - Vestursvæði
    - Landsnet
    - Rarik
    - Slökkvilið Grundarfjarðar

    Sjá má athugasemdir/umsagnir í samantektarblaði í fylgiskjali og einnig í Skipulagsgátt.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 268 Ábendingar á þessu stigi eru hafðar til hliðsjónar og ekki þarf að svara þeim formlega. Farið hefur verið yfir umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma tillögunnar.

    Skipulagsfulltrúa er falið að fylgja viðbrögðum nefndarinnar eftir, í samvinnu við
    framkvæmdaraðila.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .4 2502017 Reglur um umgengni
    Lögð fram að fengnum athugasemdum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, lokatillaga að samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í Grundarfirði, í samræmi við bókun 266. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 268 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við framkomna tillögu að samþykkt um umgengni og þrifnað og vísar málinu til bæjarstjórnar til samþykktar.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og LÁB.

    Bæjarstjórn fagnar framkominni samantekt af reglum um umgengni og þrifnað utanhúss í Grundarfirði og samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram fyrirspurn frá eiganda Sólbakka um að skráningu frístundahúss á lóðinni verði breytt í íbúðarhús.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 268 Húsið sem um ræðir stendur á Sólbakka, lóð A, og er deiliskipulagt sem frístundahús samkvæmt breyttu deiliskipulagi sem tók gildi á árinu 2021. Áður var í gildi deiliskipulag frá árinu 2013 þar sem gert var ráð fyrir íbúðarhúsi, einu á hvorri lóð (A og B-lóð).

    Til að breyta megi skráningu hússins þyrfti að breyta deiliskipulagi og gera ráð fyrir íbúðarhúsi, sem ekki er gert ráð fyrir nú.
    Þar sem áður hefur verið í gildi samþykkt deiliskipulag þar sem gert var ráð fyrir íbúðarhúsi, telur skipulags- og umhverfisnefnd að breyting sem gerði ráð fyrir slíku aftur teldist óveruleg breyting deiliskipulags, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

    Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við slíka óverulega breytingu sem gerð yrði á deiliskipulagi, en bendir á að þetta sé háð endanlegu samþykki bæjarstjórnar.

    Ennfremur leggur nefndin áherslu á að aðrar og meiri kröfur séu gerðar um íbúðarhús en frístundahús í byggingarreglugerð og beinir því til fyrirspyrjanda að ráðfæra sig við byggingarfulltrúa, enda yrði íbúðarhúsið að uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar sem slíkt.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til kynningar ný merkjalýsing eftir endurmælingu á lóðinni við Smiðjustíg 9.

    Lóðarblað verður lagt fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 268 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við merkjalýsinguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram til kynningar ný merkjalýsing eftir endurmælingu á lóðinni við Borgarbraut 6.

    Lóðarblað verður lagt fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 268 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir enga athugasemd við merkjalýsinguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarfulltrúa greinir frá því að hugsanlega verði hægt að stytta grenndarkynningu vegna framkvæmda að Nesvegi 5 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010 áður en frestur til að gera athugasemdir rennur út 15. maí nk.

    Engin önnur mál.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 268