Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um afskrift á álögðum opinberum gjöldum. Afskrifaður höfuðstóll er að fjárhæð 8.008.907 kr.
Bæjarráð - 636Lagt til að bæjarráð samþykki beiðni sýslumanns.
Bæjarráð samþykkir afskrift á álögðum opinberum gjöldum að fjárhæð 8.008.907 kr. auk vaxta.
Farið yfir framkvæmdir.
Bæjarráð - 636Lögð fram tillaga VA-arkitekta um efnisval á klæðningu á íþróttahúsi.
Tillaga arkitektanna um Equitone samþykkt, sem og litaval klæðningar.
Samþykkt samhljóða.
Ástandsmat á húsi Sögumiðstöðvar var unnið sl. vetur, eins og áður hefur komið fram í bæjarráði. Verðkönnun vegna framkvæmda við viðgerðir fór fram í byrjun apríl. Ekkert tilboð barst í verkið, en því átti að ljúka í byrjun júní. Um er að ræða viðhaldsviðgerðir og endurbætur húss.
Bæjarráð veitir Sigurði Val Ásbjarnarsyni, tæknifræðingi, ásamt bæjarstjóra, heimild til að leita samninga við húsasmíða- og múrarameistara um fast verð í verkefnið og til annarra nauðsynlegra aðgerða til að verkið fari fram á næstu vikum og ljúki áður en vetrarstarf hússins hefst.
Bæjarráð vísar í fyrri bókun sína og tillögu, sbr. 634. fund, þar sem gerður var fyrirvari á mögulegri útleigu rýmis í Sögumiðstöð á komandi sumri. Í ljósi niðurstaðna verðkönnunar og nauðsynlegs framkvæmdatíma endurbóta, er lagt til að húsið verið ekki leigt út í sumar.
Samþykkt samhljóða.
Jafnframt rætt um stöðu framkvæmda á geymslusvæðinu við Ártún 8 og stöðu gangstéttarframkvæmda á Hrannarstíg, og fyrirhugaðar framkvæmdir í búningsklefum íþróttahúss. Húsinu verður lokað í næstu viku meðan á framkvæmdum stendur.
Þá var rætt um bætta aðstöðu við íþróttavöll (salerni, geymsla) og er það mál í vinnslu. Bókun fundarTil máls tóku JÓK, GS og BÁ.
Lagt fram minnisblað áhaldahúss með tillögu um kaup á nýrri Avant vinnuvél og viðbótarbúnaði.
Bæjarráð - 636Farið yfir málið með verkstjóra áhaldahúss.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á nýjum Avant og viðbótartækjum og að eldri Avant vinnuvél verði seld. Þessu verði mætt með millifærslu innan fjárfestingaáætlunar ársins.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundarTil máls tóku JÓK, GS og BS.
Bæjarstjórn fól bæjarráði og bæjarstjóra umboð til ákvarðanatöku málsins.
Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna þróunar miðbæjarreits, en þau verða þó einnig lögð fram til endanlegrar skoðunar/afgreiðslu í bæjarstjórn 8. maí nk.
Bæjarráð - 636Bæjarráð ræddi fyrirliggjandi gögn og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
Lagt fram kauptilboð Grundarfjarðarbæjar í jörðina Grund, sem samþykkt hefur verið af hálfu skiptastjóra dánarbús f.h. eigenda jarðarinnar, sbr. staðfestingu dags. 30. apríl 2025.
Jafnframt lagður fram tölvupóstur sem barst í dag frá skiptastjóra.
Bæjarráð - 636Bæjarráð vísar í umfjöllun bæjarstjórnar og umboð veitt til undirbúnings málsins.
Bæjarráð fagnar því að þessi áfangi sé í höfn. Jarðakaupin eru gerð með framtíðarhagsmuni sveitarfélagsins og íbúa í huga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara skiptastjóra dánarbúsins vegna tölvupóstsins sem barst í dag, í samráði við lögmann bæjarins.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundarBæjarstjórn fagnar þessum áfanga við kaup á jörðinni Grund og staðfestir kaupin í samræmi við framlagt kauptilboð.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.
Lögð til breyting á gjaldskrártexta, hvað varðar föstudagstímana í leikskólanum, milli 14-16.
Bæjarráð - 636Rætt um hvort gera þurfi breytingar á gjaldskrá leikskóla vegna sérstaks skráningartíma á föstudögum, sbr. umræðu á fundi skólanefndarfundi 27. mars sl. Til frekari skoðunar.
Lagt fram nýtt lóðarblað fyrir Smiðjustíg 9. Lóðarhafi gerði fyrirspurn um skráða stærð í fasteignaskrá þar sem lóðin var 828 m2. Við uppmælingu var stærð lóðar breytt og verður hún 611,3 m2.
Bæjarráð - 636Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki nýtt lóðarblað.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að að fela bæjarstjóra að svara erindi lóðarhafa um endurgreiðslu á ofgreiddri lóðarleigu í samræmi við lög, auk þess em álagning ársins 2025 verði leiðrétt.
Lagt fram til kynningar bréf HSH dags. 16. apríl sl. með þökkum fyrir veittan stuðning. Héraðsþing HSH var haldið í samkomuhúsinu 7. apríl sl.
Bæjarráð - 636