Lögð fram fyrirspurn frá eiganda Sólbakka um að skráningu frístundahúss á lóðinni verði breytt í íbúðarhús.
Húsið sem um ræðir stendur á Sólbakka, lóð A, og er deiliskipulagt sem frístundahús samkvæmt breyttu deiliskipulagi sem tók gildi á árinu 2021. Áður var í gildi deiliskipulag frá árinu 2013 þar sem gert var ráð fyrir íbúðarhúsi, einu á hvorri lóð (A og B-lóð).
Til að breyta megi skráningu hússins þyrfti að breyta deiliskipulagi og gera ráð fyrir íbúðarhúsi, sem ekki er gert ráð fyrir nú.
Þar sem áður hefur verið í gildi samþykkt deiliskipulag þar sem gert var ráð fyrir íbúðarhúsi, telur skipulags- og umhverfisnefnd að breyting sem gerði ráð fyrir slíku aftur teldist óveruleg breyting deiliskipulags, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við slíka óverulega breytingu sem gerð yrði á deiliskipulagi, en bendir á að þetta sé háð endanlegu samþykki bæjarstjórnar.
Ennfremur leggur nefndin áherslu á að aðrar og meiri kröfur séu gerðar um íbúðarhús en frístundahús í byggingarreglugerð og beinir því til fyrirspyrjanda að ráðfæra sig við byggingarfulltrúa, enda yrði íbúðarhúsið að uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar sem slíkt.
Til að breyta megi skráningu hússins þyrfti að breyta deiliskipulagi og gera ráð fyrir íbúðarhúsi, sem ekki er gert ráð fyrir nú.
Þar sem áður hefur verið í gildi samþykkt deiliskipulag þar sem gert var ráð fyrir íbúðarhúsi, telur skipulags- og umhverfisnefnd að breyting sem gerði ráð fyrir slíku aftur teldist óveruleg breyting deiliskipulags, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við slíka óverulega breytingu sem gerð yrði á deiliskipulagi, en bendir á að þetta sé háð endanlegu samþykki bæjarstjórnar.
Ennfremur leggur nefndin áherslu á að aðrar og meiri kröfur séu gerðar um íbúðarhús en frístundahús í byggingarreglugerð og beinir því til fyrirspyrjanda að ráðfæra sig við byggingarfulltrúa, enda yrði íbúðarhúsið að uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar sem slíkt.