Málsnúmer 2504017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 268. fundur - 30.04.2025

Lögð fram til kynningar ný merkjalýsing eftir endurmælingu á lóðinni við Smiðjustíg 9.



Lóðarblað verður lagt fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við merkjalýsinguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarráð - 636. fundur - 02.05.2025

Lagt fram nýtt lóðarblað fyrir Smiðjustíg 9. Lóðarhafi gerði fyrirspurn um skráða stærð í fasteignaskrá þar sem lóðin var 828 m2. Við uppmælingu var stærð lóðar breytt og verður hún 611,3 m2.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki nýtt lóðarblað.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að að fela bæjarstjóra að svara erindi lóðarhafa um endurgreiðslu á ofgreiddri lóðarleigu í samræmi við lög, auk þess em álagning ársins 2025 verði leiðrétt.

Samþykkt samhljóða.